Samgöngu og innviðaáætlun Norðurlands vestra

Á fundi sínum þann 4. júní sl. samþykkti stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Samgöngu og innviðaáætlun Norðurlands vestra sem hefur verið í vinnslu frá því síðla árs 2018. Í áætluninni forgangsraða heimamenn þeirri innviðauppbyggingu sem þeir meta brýnasta í landshlutanum. Áætlun þessa má finna í flipa hér til hliðar á síðunni. Þá má einnig finna nýja lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra en hún birtist í B-deild stjórnartíðinda þann 13. júní s.l.

Sumarkveðja


Sveitarstjórn Skagabyggðar óskar íbúum sínum gleðilegs sumars.
Tapað fundið

Þessi bíllykill og húslykill fannst við flokkun á endurvinnsluefni hjá Sorphreinsun VH ehf. Við viljum endilega koma honum í réttar hendur þannig að ef einhver saknar hans þá má hann hafa samband við Vilhelm Harðarsson í síma 893 3858.

Sorphreinsun VH ehf. sér um hirðingu sorps og endurvinnsluefnis í Húnavatnssýslum og er allt sem berst til endurvinnslu flokkað á Skagaströnd.Urðunarstaðurinn Stekkjarvík – aukning á urðun

Norðurá bs. undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna aukningar á árlegu magni til urðunar á urðunarstaðnum í Stekkjarvík í landi Sölvabakka, Blönduósi úr að hámarki 21.000 tonnum á ári hverju í 30.000 tonn, eða um samtals 9.000 tonn á ári. Ekki er um að ræða aukningu á heildarmagni úrgangs sem urðaður verður í Stekkjarvík.

Um tilgang matsáætlunar Matsáætlun er verkefnisáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum. Í henni er fyrirhugaðri framkvæmd, valkostum og framkvæmdarsvæði lýst og fjallað um umfang og áherslur mats á umhverfisáhrifum. Jafnframt er tilgreint hvaða gögn eru fyrir hendi sem nýtt verða við matsvinnuna og hvaða viðbótargagna þurfi að afla vegna verkefnisins. Í frummatsskýrslu verður lagt mat á áhrif framkvæmdar á eftirfarandi þætti: Landslag og sjónræn áhrif; loft og hætta - gasmyndun; loft – lyktarmál; vatn og jarðvegur, þ.m.t. sigvatn; hljóðvist; hreinlæti – fok úrgangs og annarra efna; hreinlæti og hætta – fuglar og meindýr; samfélag og umferð.

Kynning draga að tillögu að matsáætlun og athugasemdafrestur Drög að tillögu að matsáætlun aukningar urðunarinnar eru birt hér á heimasíðu EFLU. Allir geta gert athugasemdir eða komið með ábendingar við drög að tillögu að matsáætlun. Senda skal athugasemdir fyrir 13. mars 2019 til Friðriks K. Gunnarssonar hjá EFLU verkfræðistofu með tölvupósti á netfangið fridrik.gunnarsson@efla.is. Merkja skal athugasemdir: Urðunarstaðurinn í Stekkjarvík – aukning á urðun. Að loknum kynningartíma verður lokið við tillögu að matsáætlun með tilliti til þeirra athugasemda sem berast og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.

https://www.efla.is/mat-a-umhverfisahrifum/stekkjarvik-aukning-a-urdun

Efla - URÐUNARSTAÐURINN STEKKJARVÍK – AUKIN URÐUNJólakveðja

Sveitarstjórn Skagabyggðar óskar íbúum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Eldvarnir

Góðar eldvarnir skipta mjög miklu máli. Sveitarstjórn Skagabyggðar hefur gert samning við Erlend Kolbeinsson um brunavarnarátak í sveitarfélaginu. Mun hann fara á alla bæi og yfirfara slökkvitæki og reykskynjara. Þetta verður gert á fyrri hluta árs 2019.
Með von um góðar viðtökur.

Oddviti
Rúlluplastsöfnun 19.desember

Sveitarstjórn ákvað að prófa rúlluplastsöfnun fyrir áramót til að létta undir með bændum. Rúlluplast verður tekið í Skagabyggð miðvikudaginn 19. desember. Svart plast verður ekki tekið.
Þeir sem vilja láta taka plast hjá sér eru beðnir að senda tölvupóst á skaga.byggd@simnet.is eða hringja í Dagnýju í síma 8482732 í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 18. desember.
Auglýsing um óverulega breytingu á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Skagabyggðar samþykkti á fundi sínum hinn 3. september 2018 að breyta aðalskipulagi Skagabyggðar 2010 – 2030 á eftirfarandi hátt: Efnisnáma í landi Hafna, kölluð Hafnarnáma og auðkennd sem ES-25 á skipulagsuppdrætti, verði staðfest. Náman er á svæði sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Þarna er gert er ráð fyrir vinnslu á um 7000 rúmmetrum af malarefni til vegagerðar, náman er 12.000 fermetrar að stærð. Farið verði með málið skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010, þar sem um óverulega breytingu er að ræða. Gögn er varða breytinguna, teikning og greinargerð með rökstuðningi, eru á uppdrætti og verða send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til oddvita Skagabyggðar. Skagabyggð 12. september 2018,

Dagný Rósa Úlfarsdóttir Oddviti Skagabyggðar
Húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára námsmanna.

Foreldrar/forsjáraðilar námsmanna yngri en 18 ára, sem leigja húsnæði vegna náms fjarri lögheimili, eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi vegna barna sinna. Sækja þarf um skriflega hjá oddvita fyrir 28. sept. 2018 og með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna nemenda skal vera óháðurtekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur 50% af leigufjárhæð. Húsnæðisstuðningur vegna nemenda getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en 45.000 kr./mánuði.
Gangnaseðlar 2018

Fjallskilanefnd Skagabyggðar hefur ákveðið að hinar venjulegu haustgöngur skuli fara fram haustið 2018 eftir því sem greinir í eftirfarandi gangnaseðlum.

Gangnaseðill Vindhælinga 2018
Gangnaseðill í Spákonufellsborg 2018
Gangnaseðill Skagamanna 2018
Auglýsing um skipulagslýsingu vegna deiliskipulags í Skagabyggð
Skipulagslýsing vegna deiliskipulags í Kálfshamarsvík

Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna deiliskipulags í Kálfshamarsvík. Skipulagslýsingin gerir ráð fyrir deiliskipulagi fyrir núverandi svæði þar sem farið verður í uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn og bætt aðgengi. Vegna þess er þörf á að skipuleggja svæðið og skilgreina betur aðkomusvæði, bílastæði, gönguleiðir, áningar- og útsýnisstaði ásamt því að staðsetja salernisbyggingu og að setja önnur ákvæði sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi. Fyrirhuguð uppbygging er bæði til að vernda náttúru og minjar svæðisins og til að skapa gott og öruggt aðgengi að og um svæðið.

Skipulagsáformin eru í samræmi við aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030. Framangreind skipulagslýsing var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarnefndar Skagabyggðar þann 06.07.2018 og á fundi sveitarstjórnar þann 11.07.2018.

Skipulagslýsingin er hér á heimasíðu Skagabyggðar til kynningar.

Athugasemdum við skipulagslýsinguna skal skila til oddvita Skagabyggðar, Ytra-Hóli 1, 541 Blönduós eigi síðar en 10.09.2018 og skulu þær vera skriflegar. Eftir kynningu á skipulagslýsingu verður deiliskipulagstillaga lögð fyrir skipulags- og byggingarnefnd og síðar sveitarstjórn og hún kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.

Oddviti Skagabyggðar
Íbúar Skagabyggðar
Nýtt netfang Skagabyggðar er skaga.byggd@simnet.is

Persónuverndarfulltrúi Skagabyggðar
Björn Björnsson hefur verið ráðinn persónuverndarfulltrúi Skagabyggðar.
Hægt er að hafa samband við hann með tölvupósti: personuvernd.skagabyggd@simnet.is


Áfangastaðaáætlun Norðurlands

Út er komin Áfangastaðaáætlun Norðurlands, sem er sameiginleg viljayfirlýsing um hvernig stýra skuli áfangastað yfir ákveðið tímabil. Hlutverk mismunandi hagaðila eru skilgreind, aðgerðaáætlun sett fram og farið yfir hvernig auðlindum skuli ráðstafað. Áfangastaðaáætlun er besta tækifærið fyrir íbúa og hagaðila áfangastaðar til að gera framtíðaráætlun svo að laða megi þá ferðaþjónustu sem þeir vilja inn á svæðið, og til að draga úr mögulegum neikvæðum áhrifum.

Í áætlanagerðinni er horft á ferðaþjónustu út frá víðu sjónarhorni og tillit tekið til margra ólíkra hagaðila við þróun áfangastaðarins. Áætlanagerðin tekur tillit til gesta, íbúa, fyrirtækja og umhverfisins og reynir að skapa jafnvægi þar á milli, og fullnægja þörfum þessara fjögurra þátta. Áfangastaðaáætlanir gera íbúum kleift að ákveða hvernig áhrif þeir vilja að ferðaþjónusta hafi á nánasta umhverfi, efnahag og samfélag og hvaða skref skuli taka að því marki.

Kálfshamarsvík er þar einn af þremur áfangastöðum í Húnavatnssýslum, sem og einn af fimmtán áfangastöðum á Norðurlandi öllu.
Skýrsluna má nálgast hér
Íbúar Skagabyggðar

Kjörskrá Skagabyggðar vegna sveitarstjórnakosninga liggur frammi hjá oddvita að Höfnum frá og með 16.maí til kjördags.

Kjörfundur hefst í Skagabúð laugardaginn 26.maí kl. 12:00
Stefnt er að því að kjörfundi ljúki kl.17:00
Helga Björg Ingimarsdóttir og Vignir Ásmundur Sveinsson gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

Kjörnefnd Skagabyggðar
Þverárfjallsvegur

Þverárfjallsvegur (73) í Refasveit og Skagastrandarvegur (74) um Laxá. Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun
Íbúar Skagabyggðar

Kjörskrá Skagabyggðar vegna alþingiskosninga 28. október 2017 liggur frammi hjá oddvita að Höfnum frá og með 18.október 2017 til kjördags.
Kjörfundur hefst í Skagabúð laugardaginn 28. október kl.12:00 Stefnt er að því að kjörfundi ljúki kl.17:00

Sveitarstjórn Skagabyggðar
Kjörnefnd Skagabyggðar


Íbúafundur í Skagabúð

Boðað er til íbúafundar, til umræðna um sameiningu sveitarfélaga, í Skagabúð 10 október næstkomandi kl. 20. Á fundinn koma Stefanía Traustadóttir og Ólafur Kr. Hjörleifsson frá Samgöngu og Sveitarstjórnarráðuneytinu. Hvetjum íbúa Skagabyggðar til að mæta og taka þátt í umræðunni um sameiningu sveitarfélaga. Á fundinum verður gerð skoðanakönnun meðal íbúa um sameiningu sveitarfélaga. Kaffi og meðlæti

Sveitarstjórn Skagabyggðar


Gangnasedill Spakonufellsborg 2017 - PDF
Fjallaskilabod Skagamanna 2017 - PDF

Oddviti SkagabyggðarTil íbúa Austur-Húnavatnssýslu

USAH hefur staðið árlega að útgáfu héraðsritsins Húnavöku síðan 1961. Ritið er vettvangur húnvetnskrar sögu og menningar sem við höfum verið mjög stolt af. Sala bókarinnar undanfarin ár hefur þó farið minnkandi. Á þingi USAH í mars 2016 var ákveðið að gera tilraun til að auka dreifingu og lestur ritsins og verður ritið því sent inn á hvert heimili í sýslunni með valgreiðsluseðli í von um að með þessu móti væri hægt að lækka verð, auka vægi ritsins og fjölga lesendum þess.

Með von um góðar viðtökur Stjórn USAHFræðslustjóri

Starf fræðslustjóra í Austur Húnavatnssýslu er laust til umsóknar. Um er að ræða 80% starf hjá Félags og skólaþjónustu A-Hún sem er byggðasamlag sveitarfélaganna, Blönduósbæjar, Skagastrandar, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar. Undir starfið heyra leikskólar og grunnskólar í viðkomandi sveitarfélögum.

Helstu verkefni:

 • Ráðgjöf og stuðningur við skólastarf, þar á meðal kennsluráðgjöf.
 • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur skóla í ýmsum þáttum sem snúa að starfi skólanna.
 • Skipulag og eftirlit með sérfræðiþjónustu við skóla.
 • Umsjón með endurmenntun og þróunarstarfi.
 • Eftirlit með skólastarfi í fræðsluumdæminu.
 • Þverfagleg vinna að málefnum skólabarna ásamt starfsmönnum félagsþjónustu.
 • Stefnumótun í málaflokkum sem falla undir starfssvið fræðslustjóra.
 • Samskipti við aðila utan sveitarfélagsins í fræðslumálum.
Hæfniskröfur
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Framhaldsmenntun í uppeldis- og menntunarfræðum.
 • Leik- eða grunnskólakennararéttindi æskileg og góð þekking á báðum skólastigum.
 • Þekking og reynsla af helstu skimunar- og greiningartækjum sem notuð eru innan leik- og grunnskóla.
 • Reynsla af störfum innan skólakerfisins nauðsynleg.
 • Skipulagshæfileikar, ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Reynsla af stjórnun æskileg.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Nánari upplýsingar um starfið veitir: Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, 455 2700 netfang magnus@skagastrond.is Umsóknarfrestur er til 3. júní 2016 og skal stíla umsókn á Félags og skólaþjónustu A-Hún, Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd, merkt fræðslustjóri eða senda umsókn á framangreint netfang.


Skagabyggð | Heimilisfang: Ytri-Hóll 1, 541 Blönduós | Símanúmer: 452 2732 og 8482732 | Netfang: skaga.byggd@simnet.is