Auglýsing frá kjörstjórn Skagabyggðar

Í 18. grein rgl. nr. 330/2022 um framboð og meðmæli við sveitarstjórnarkosningar segir að kjörstjórn skuli auglýsa framboðslista ef slíkir komi fram og teljist sem gild framboð.
Í Skagabyggð kom enginn listi fram og fer því fram óbundin kosning til sveitarstjórnar þann 14. maí n.k.

Í 5. mgr. 49. greinar kosningalaga er segir að þeim sem setið hafi í sveitarstjórn eitt kjörtímabil eða lengur sé ekki skylt að taka kjöri fyrr en liðinn er jafnlangur tími og hann átti þar samfellt sæti síðast, hafi hann tilkynnt það til yfirkjörstjórnar sveitarfélagsins að hann skorist undan endurkjöri, áður en framboðsfrestur rann út. Eftirfarandi sveitarstjórnarmenn tilkynntu á löglegan hátt til kjörstjórnar Skagabyggðar að þeir skoruðust undan endurkjöri við sveitarstjórnarkosningar 14. maí n.k.

Dagný Rósa Úlfarsdóttir, kt. 210176-3149, Ytra-Hóli 1, kennari og oddviti
Karen Helga R Steinsdóttir, kt. 181195-3209, Víkum, bóndi, leikskólastarfsmaður og sveitarstjórnarmaður
Magnús Bergmann Guðmannsson, kt. 270761-2329, Vindhæli, bóndi, skólabílstjóri og sveitarstjórnarmaður

Í sömu grein laganna, 4. mgr. segir ennfremur að þeim sem séu kjörgengir, heilir og hraustir og yngri en 65 ára sé skylt að taka kjöri í sveitarstjórn.

Kjörstjórn SkagabyggðarTeljari í Kálfshamarsvík

Ferðamálastofa hefur komið fyrir teljara í Kálfshamarsvík og er ætlunin að fylgjast með fjölda ferðamanna þar.

Hægt verður að fylgjast með upplýsingum á https://www.maelabordferdathjonustunnar.is/is/ferdamenn-a-islandi/fjoldi-ferdamanna-a-afangastodum þegar hann hefur verið tengdur við kerfið. Nú þegar eru Glaumbær og Hvítserkur með teljara og er Kálfshamarsvík þriðji ferðamannastaðurinn á Norðurlandi vestra sem fær slíkan teljara. Það verður spennandi að fylgjast með þessu verkefni næstu mánuðina.Gleðileg Jól

Sveitarstjórn Skagabyggðar óskar íbúum sínum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.Gangnaseðlar 2021

Áhersla er lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að: „Við erum öll almannavarnir“.

Gangnaseðill í Spákonufellsborg 2021
Gangnaseðill Skagamanna 2021
Gangnaseðill Vindhælinga 2021
Framkvæmdarleyfi - Þverárfjalls & Skagastrandarvegur

Skipulagsfulltrúi Blönduósbæjar og Skagabyggðar hefur gefið út framkvæmdarleyfi framkvæmda við Þverárfjallsveg (73) í Refasveit og Skagastrandarveg (74) um Laxá.

Framkvæmdin felur í sér byggingu nýs Þverárfjallsvegar frá hringvegi austan við Blönduós að núverandi Þverárfjallsvegi skammt sunnan við núverandi brú á Laxá. Einnig verður byggður vegur norðaustur frá nýjum Þverárfjallsvegi, yfir nýja brú yfir Laxá og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan við Höskuldsstaði. Um er að ræða lengingu á Þverárfjallsvegi um 8,5 km og tengingu við Skagastrandarveg uppá 3,3 km. Vegurinn verður af vegtegund C8, 8 m breiður með 7 m breiðu slitlagi.

Brú yfir Laxá í Refasveit verður 109 m löng, 10 m breið með 9 m breiðri akstursbraut. Einnig verður gerðar nýjar heimreiðar að bæjum á leið vegarins. Allt að 7 námur verðar notaðar í nágrenni vegstæðisins.

Sjá nánar hérUmsóknarfrestur sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja framlengdur til 15. apríl

Vegna Covid-19 faraldursins hefur félags- og barnamálaráðherra sett af stað sérstakt verkefni þar sem börn tekjulægri heimila eiga rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundarstyrk á skólaárinu 2020-2021. Styrkurinn er veittur grunnskólabörnum sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí árið 2020. Umsóknarfrestur vegna þessara styrkja hefur verið framlengdur til 15. apríl 2021.

Styrkurinn er að hámarki 45.000 krónur fyrir hvert barn sem stundar skipulagt tómstunda- og/eða íþróttastarf undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda. Athugið að hægt er að koma með kvittanir fyrir íþrótta- og tómstundastarfi sem greitt var fyrir í upphafi skólaárs, eða frá hausti 2020.

Frekari upplýsingar er að finna á Ísland.is en þar er líka hægt að sækja um styrk.Héraðsskjalasafnið Austur Húnavatnssýslu óskar eftir starfsmanni

Héraðsskjalasafnið Austur Húnavatnssýslu óskar eftir starfsmanni í samstarfi við Héraðsbókasafn Austur Húnavatnssýslu. Sjá nánar hérÁgætu íbúar Skagabyggðar

Sveitarstjórn Skagabyggðar óskar íbúum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar samstarfið á árinu sem nú er að líða.Innheimt samkvæmt gjaldskrá

Frá og með 1. janúar 2021 verður innheimt samkvæmt gjaldskrá um skipulags- og byggingarmál. Allar fyrirspurnir og umsóknir um byggingaleyfi skulu sendar til Þorgils Magnússonar á netfangið byggingafulltrui@blonduos.isOpnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021 en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti aðgerðina í vor og er hún hluti af aðgerðapakka sem ætlað er að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á afkomu efnaminni heimila í landinu. Í framhaldinu verður ráðist í vitundavakningu í samstarfi við menntamálaráðuneytið, sveitarfélög, Íþróttasamband Íslands og Ungmennafélag Íslands.

Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn og um 13.000 börn eiga rétt á styrknum. Sveitarfélögin annast afgreiðslu styrkumsókna eftir að búið er að kanna rétt til styrksins inni á Ísland.is (https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs)

Styrkina er hægt er að nota til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar, tónlistanáms eða annarra tómstunda. Sveitarfélög setja reglur um úthlutun styrkjanna en fyrirkomulag getur verið breytilegt á milli sveitarfélaga til dæmis varðandi hvaða íþrótta- og tómstundastarf er styrkhæft, hvaða gögnum beri að skila með umsókn og afgreiðslutími umsókna.

Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi. Lögð hefur verið áhersla á að ná til sem flestra forráðamanna og hefur því verið komið af stað kynningarátaki á fjölda tungumála um íþrótta- og tómstundastyrkina.

Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra: „Covid-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt íþrótta- og tómstundastarf í landinu. Þegar þrengir að fjárhag fjölskyldna er mikil hætta á að þær dragi úr þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi og það á sérstaklega við um fjölskyldur í neðri hluta tekjudreifingarinnar. Rannsóknir sýna að íþróttir og frístundir hafa forvarnargildi og því er gríðarlega mikilvægt að við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir brottfall hjá krökkum í íþróttum og tómstundum vegna faraldursins.”
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2021:

✓ Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir
✓ Verkefnastyrkir á menningarsviði
✓ Stofn- og rekstrarstyrkir á menningarsviði

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 16. nóv. nk.

Fréttatilkynning - Ertu með hugmynd?Frá aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra 29.október 2020.

Í ljósi staðfestra smita á Norðurlandi vestra vill aðgerðastjórn ítreka fyrri tilmæli sín til almennings um að huga vel að eigin smitvörnum og fylgja eftir þeim reglum og fyrirmælum sem sóttvarnaryfirvöld hafa gefið út.

Hversu útbreidd umrædd smit eru mun væntanlega koma í ljós á næstu dögum og mun aðgerðastjórn uppýsa eftir bestu getu um stöðuna hverju sinni á hverju svæði fyrir sig en staðfest smit í landshlutanum eru fimm, þrjú í Skagafirði og tvö í Húnaþingi vestra.

Við berum ábyrgð á eigin smitvörnum og þar vill aðgerðastjórn sérstaklega minna á handþvott, sprittun, fjöldatakmarkanir og nálgunarregluna. Í fyrirtækjum og stofnunum þar sem ekki er hægt að viðhafa nálgunarregluna skal notast við grímur.

Aðgerðastjórn vill minna á fyrri tilmæli til íbúa að halda ferðalögum á milli landshluta í lágmarki og forðast ferðalög til höfuðborgarsvæðisins sem og til annarra svæða sem talin eru útsett fyrir smitum eins og kostur er. Mælst er til að öllum ferðum sem hægt sé að fresta, sé frestað á meðan núverandi ástand varir. Nú fer rjúpnaveiðitímabilið að hefjast og því má búast við að einhver fjöldi gesta hyggist sækja Norðurland vestra heim. Aðgerðastjórn lítur á að slíkar ferðir falli undir tilmælin hér að ofan og biðlar til rjúpnaveiðimanna um að verða við þeim. Eina leiðin gegn veirunni er samstaða.Leiðbeiningar um framkvæmd á göngum og réttum

Gefnar hafa verið út leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19 hættustigs almannavarna. Leiðbeiningarnar voru unnar í samstarfi almannavarna, sóttvarnalæknis, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Um er að ræða almennar leiðbeiningar um framkvæmd á göngum og réttum. Það er síðan á ábyrgð sveitastjórnar, sem fer með stjórn fjallskilamála, að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir og gefa út frekari leiðbeiningar ef þurfa þykir. Áhersla er lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að: „Við erum öll almannavarnir“.

Covid-19Leiðbeiningar um framkvæmd á göngum og réttum

Gangnaseðill í Spákonufellsborg 2020
Gangnaseðill Skagamanna 2020
Gangnaseðill Vindhælinga 2020
Auglýsing vegna forsetakosninga 27. júní

Frá þriðjudeginum 16. júní 2020 og fram til kjördags mun kjörskrá Skagabyggðar vegna forsetakosninga 27. júní 2020 liggja frammi hjá oddvita að Ytra-Hóli 1. Allar upplýsingar vegna forsetakjörs 2020 má finna á upplýsingasíðu Þjóðskrár Íslands og má nálgast þær hér. Oddviti Setja link ef hægt er á bakvið orðið hér: https://www.skra.is/thjonusta/einstaklingar/eg-ithjodskra/kjorskra-og-kosningarettur/

Stjórn Skagabyggðar bókaði eftirfarandi á fundi 10. maí:

"Sveitarstjórn Skagabyggðar beinir því til landeigenda og umráðamanna lands að huga vel að ástandi girðinga eftir snjóþungan vetur. Bent er á skyldur landeigenda í 11. grein girðingarlaga 135/2001 þar sem sagt er að skylt sé að halda öllum girðingum svo vel við að búfé eða öðrum stafi ekki hætta af þeim. Ónýtar girðingar skulu fjarlægðar, þannig að ekki skapist slysahætta af þeim.
Þá er bent á að mikið af plasti og öðru rusli hefur safnast á og við girðingar eftir veturinn. Eru landeigendur og umráðamenn lands hvattir til þess að tína saman plast og rusl og koma því í förgun. Falleg ásýnd sveitarinnar er mikils virði".

Aðgengi að Félags- og skólaþjónustunni

Nú stendur til að aflétta að hluta þær takmarkanir sem hert samkomubann hefur gilt um vegna COVID-19 og verður það gert í litlum skrefum. Reglur um tveggja metra fjarlægð haldast þó óbreyttar. Við biðlum til fólks að panta tíma áður en komið er á skrifstofuna.

Upplýsingar um starfsfólk:

• Sara Lind Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri, sara@felahun.is s. 455-4170/455-4171/863-5013
• Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri, thordis@felahun.is, s. 455-4174/661-5812
• Ásta Þórisdóttir, verkefnastjóri – ráðgjafi, asta@felahun.is, s. 455-4172/ 893-4188
• Sigrún Líndal, iðjuþjálfi – ráðgjafi, sigrun@felahun.is, s. 455-4173/ 844-5013

Neyðarnúmer barnaverndar og heimilisofbeldis er 112 (eftir kl. 16 virka daga, um helgar og á hátíðisdögum)


Fasteignagjöld og sorphirðugjöld 2020

Lokið hefur verið við álagningu fasteignagjalda fyrir 2020. Álagningarseðlar eru nú aðgengilegar á Mínum síðum á Ísland.is Tveir gjalddagar eru: 1. maí og 1. október. Þeir sem eru með gjöld 50.000 kr. og undir hafa 1 gjalddaga, aðrir hafa 2 gjalddaga. Sorphirðugjöld eru inni á álagningarseðli og verða innheimt samhliða. Rafrænar kröfur verða stofnaðar vegna þessa.

Yfirlýsing frá Samráðshópi um áfallahjálp í Húnavatnssýslum

Samráðshópur um áfallahjálp í Húnavatnssýslum hefur verið virkjaður vegna smits af kórónuveirunni covid-19 í vesturhluta héraðsins, þ.e. í Húnaþingi vestra. Í hópnum sitja fulltrúar RKÍ, þjóðkirkju, félagsþjónustu, heilsugæslu og lögreglu. Samráðshópurinn vill færa fram kærar þakkir til heilbrigðisstarfsfólks og allra viðbragðsaðila fyrir mikla og óeigingjarna vinnu en ljóst er að mikið og öflugt starf hefur verið unnið á stuttum tíma við sérstakar og oft á tíðum afar erfiðar aðstæður. Einnig vill hópurinn þakka íbúum fyrir stuðning og hjálpsemi við náungann, sem einkennist af samstöðu og samkennd, þolinmæði og þrautseigju, æðruleysi og einingu.

Fulltrúar hópsins hafa verið í sambandi við skjólstæðinga og viðbragðsaðila og munu verða það enn frekar á næstunni til þess að bjóða viðrun og sálgæslu. Íbúum á svæðinu er velkomið að hringja í fulltrúa hópsins varðandi ýmis úrlausnarefni eða beiðni um sálrænan stuðning. Þó skal tekið fram vegna þess hve mikið álag er á Heilsugæslu HVE á Hvammstanga þá er æskilegt að beina beiðnum um sálrænan stuðning annað um sinn s.s. RKÍ, kirkju eða félagsþjónustu. Hins vegar ef um bráð andleg veikindi er að ræða skal hringt í eitthvert eftirtalinna símanúmera: 432-1300, 1700, 112.

Hér að neðan eru símanúmer og/eða netföng einstakra stofnana eða fulltrúa þeirra sem velkomið er að hringja í:

Hjálparsími RKÍ 1717

Þjóðkirkjan – sóknarpresturinn á Hvammstanga s. 867-2278.
Netfang: srmagnus@simnet.is

Þjóðkirkjan – sóknarpresturinn á Skagaströnd s. 860-8845.
Netfang: bryndis.valbjarnardottir@gmail.com

Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga s. 432-1300.
Netfang: sesselja.eggertsdottir@hve.is

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi s. 455-4100.
Netfang: sigridurs@hsn.is

Fjölskyldu- og fræðslusvið Húnaþings vestra s. 771-4966.
Netfang: jenny@hunathing.is

Félagsþjónusta Austur Húnavatnssýslu s. 863-5013.
Netfang: felagsmalastjori@felahun.isLeiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19

Sóttvarnalæknir hefur birt leiðbeiningar fyrir einstaklinga með þekkta áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu. Í þessum leiðbeiningum er að finna upplýsingar fyrir aldraða, börn og einstaklinga með hjartasjúkdóma/háþrýsting, sykursýki, langvinna lungnateppu, langvinna nýrnabilun og krabbamein óháð aldri. Hægt er að nálgast leiðbeiningar með því að smella hér:4. mars 2020

Hættustig vegna COVID-19 Faraldur COVID-19 af völdum nýrrar kórónaveiru breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Í ljósi þessa hefur embætti ríkislögreglustjóra lýst yfir hættustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna COVID-19. Sjá nánar á landlaeknir.is
www.landlaeknir.is/koronaveira/Er styrkur í þér?

UPPBYGGINGARSJÓÐUR NORÐURLANDS VESTRA
UMSÓKNARFRESTUR TIL 20. NÓVEMBER 2019 KL. 16:00
Smelltu hér til að skoða nánarAuglýsing um óverulega breytingu á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Skagabyggðar samþykkti á fundi sínum hinn 4. október 2019 að breyta aðalskipulagi Skagabyggðar 2010 – 2030 á eftirfarandi hátt:

Efnisnámur í löndum Syðra-Hóls og Höskuldsstaða, kallaðar Syðra-Hólsnáma; auðkennd sem ES26 og Höskuldsstaðanáma II auðkennd sem ES27 á skipulagsuppdrætti, verði staðfestar. Námurnar eru á svæðum sem í gildandi aðalskipulagi eru skilgreind sem landbúnaðarsvæði. Þarna er gert er ráð fyrir vinnslu á um 40.000 rúmmetrum í Syðra-Hólsnámu og 25.000 rúmmetrum í Höskuldsstaðanámu II af malarefni til vegagerðar. Flatarmál námu ES26 er 18.000 m2 og námu ES27 er 9.000 m2.

Farið verði með málið skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010, þar sem um óverulega breytingu er að ræða. Gögn er varða breytinguna; teikning og greinargerð með rökstuðningi, eru á uppdrætti og verða send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til oddvita Skagabyggðar.

Skagabyggð 18. október 2019,
Dagný Rósa Úlfarsdóttir
Oddviti SkagabyggðarSamstarf hafið við Motus

Á fundi sveitarstjórnar 4. október s.l. voru innheimtumál Skagabyggðar rædd og eftirfarandi ákveðið. Skagabyggð hefur ákveðið að taka upp samstarf við Motus um innheimtu gjalda sveitarfélagsins sem ekki greiðast á réttum tíma. Markmiðið með samstarfinu er að tryggja jafnræði meðal íbúa, halda kostnaði vegna innheimtu vanskilakrafna í lágmarki og tryggja hagkvæmni í rekstri.

Kröfur eins og fasteignagjöld og sorphirðugjald munu því framvegis verða innheimtar rafrænt, í sitt hvoru lagi og reikningur verður ekki sendur út. Álagningarseðil fyrir fasteignagjöld er hægt að nálgast inn á Mínar síður á https://www.island.is/ og ekki á að þurfa að gera reikning fyrir þeim. Þeir sem óska eftir að fá reikning vegna sorphirðugjalda eru beðnir að hafa samband.

Fjallskil verða héðan í frá gerð upp sér og munu kröfur fyrir þau einnig koma inn rafrænt. Þeir sem eiga inneign í fjallskilasjóðum munu fá endurgreiðslu. Á næstu dögum munu kröfur stofnast í heimabanka sem greiðsluseðlar en þeir sem óska eftir útprentun greiðsluseðils eru beðnir að hafa samband. Það er von sveitarfélagsins að íbúar sýni þessum breytingum skilning og geti alfarið komist hjá vanskilum.

Ef einhverjar spurningar vakna, hafið samband við oddvita í síma 8482732 eða á skaga.byggd@simnet.is

Oddviti SkagabyggðarHefur þú áhuga á að virkja lækinn þinn?

Smávirkjunasjóður Norðurlands vestra - Skref 2
Gangnaseðlar 2019

Gangnaseðill í Spákonufellsborg 2019
Gangnaseðill Vindhælinga 2019
Gangnaseðill Skagamanna 2019
Samgöngu og innviðaáætlun Norðurlands vestra

Á fundi sínum þann 4. júní sl. samþykkti stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Samgöngu og innviðaáætlun Norðurlands vestra sem hefur verið í vinnslu frá því síðla árs 2018. Í áætluninni forgangsraða heimamenn þeirri innviðauppbyggingu sem þeir meta brýnasta í landshlutanum. Áætlun þessa má finna í flipa hér til hliðar á síðunni. Þá má einnig finna nýja lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra en hún birtist í B-deild stjórnartíðinda þann 13. júní s.l.
Sumarkveðja


Sveitarstjórn Skagabyggðar óskar íbúum sínum gleðilegs sumars.


Urðunarstaðurinn Stekkjarvík – aukning á urðun

Norðurá bs. undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna aukningar á árlegu magni til urðunar á urðunarstaðnum í Stekkjarvík í landi Sölvabakka, Blönduósi úr að hámarki 21.000 tonnum á ári hverju í 30.000 tonn, eða um samtals 9.000 tonn á ári. Ekki er um að ræða aukningu á heildarmagni úrgangs sem urðaður verður í Stekkjarvík.

Um tilgang matsáætlunar Matsáætlun er verkefnisáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum. Í henni er fyrirhugaðri framkvæmd, valkostum og framkvæmdarsvæði lýst og fjallað um umfang og áherslur mats á umhverfisáhrifum. Jafnframt er tilgreint hvaða gögn eru fyrir hendi sem nýtt verða við matsvinnuna og hvaða viðbótargagna þurfi að afla vegna verkefnisins. Í frummatsskýrslu verður lagt mat á áhrif framkvæmdar á eftirfarandi þætti: Landslag og sjónræn áhrif; loft og hætta - gasmyndun; loft – lyktarmál; vatn og jarðvegur, þ.m.t. sigvatn; hljóðvist; hreinlæti – fok úrgangs og annarra efna; hreinlæti og hætta – fuglar og meindýr; samfélag og umferð.

Kynning draga að tillögu að matsáætlun og athugasemdafrestur Drög að tillögu að matsáætlun aukningar urðunarinnar eru birt hér á heimasíðu EFLU. Allir geta gert athugasemdir eða komið með ábendingar við drög að tillögu að matsáætlun. Senda skal athugasemdir fyrir 13. mars 2019 til Friðriks K. Gunnarssonar hjá EFLU verkfræðistofu með tölvupósti á netfangið fridrik.gunnarsson@efla.is. Merkja skal athugasemdir: Urðunarstaðurinn í Stekkjarvík – aukning á urðun. Að loknum kynningartíma verður lokið við tillögu að matsáætlun með tilliti til þeirra athugasemda sem berast og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.

https://www.efla.is/mat-a-umhverfisahrifum/stekkjarvik-aukning-a-urdun

Efla - URÐUNARSTAÐURINN STEKKJARVÍK – AUKIN URÐUNEldvarnir

Góðar eldvarnir skipta mjög miklu máli. Sveitarstjórn Skagabyggðar hefur gert samning við Erlend Kolbeinsson um brunavarnarátak í sveitarfélaginu. Mun hann fara á alla bæi og yfirfara slökkvitæki og reykskynjara. Þetta verður gert á fyrri hluta árs 2019.
Með von um góðar viðtökur.

Oddviti
Auglýsing um óverulega breytingu á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Skagabyggðar samþykkti á fundi sínum hinn 3. september 2018 að breyta aðalskipulagi Skagabyggðar 2010 – 2030 á eftirfarandi hátt: Efnisnáma í landi Hafna, kölluð Hafnarnáma og auðkennd sem ES-25 á skipulagsuppdrætti, verði staðfest. Náman er á svæði sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Þarna er gert er ráð fyrir vinnslu á um 7000 rúmmetrum af malarefni til vegagerðar, náman er 12.000 fermetrar að stærð. Farið verði með málið skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010, þar sem um óverulega breytingu er að ræða. Gögn er varða breytinguna, teikning og greinargerð með rökstuðningi, eru á uppdrætti og verða send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til oddvita Skagabyggðar. Skagabyggð 12. september 2018,

Dagný Rósa Úlfarsdóttir Oddviti SkagabyggðarAuglýsing um skipulagslýsingu vegna deiliskipulags í Skagabyggð
Skipulagslýsing vegna deiliskipulags í Kálfshamarsvík

Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna deiliskipulags í Kálfshamarsvík. Skipulagslýsingin gerir ráð fyrir deiliskipulagi fyrir núverandi svæði þar sem farið verður í uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn og bætt aðgengi. Vegna þess er þörf á að skipuleggja svæðið og skilgreina betur aðkomusvæði, bílastæði, gönguleiðir, áningar- og útsýnisstaði ásamt því að staðsetja salernisbyggingu og að setja önnur ákvæði sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi. Fyrirhuguð uppbygging er bæði til að vernda náttúru og minjar svæðisins og til að skapa gott og öruggt aðgengi að og um svæðið.

Skipulagsáformin eru í samræmi við aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030. Framangreind skipulagslýsing var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarnefndar Skagabyggðar þann 06.07.2018 og á fundi sveitarstjórnar þann 11.07.2018.

Skipulagslýsingin er hér á heimasíðu Skagabyggðar til kynningar.

Athugasemdum við skipulagslýsinguna skal skila til oddvita Skagabyggðar, Ytra-Hóli 1, 541 Blönduós eigi síðar en 10.09.2018 og skulu þær vera skriflegar. Eftir kynningu á skipulagslýsingu verður deiliskipulagstillaga lögð fyrir skipulags- og byggingarnefnd og síðar sveitarstjórn og hún kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.

Oddviti Skagabyggðar
Skagabyggð | Heimilisfang: Ytri-Hóll 1, 541 Blönduós | Símanúmer: 452 2732 og 8482732 | Netfang: skaga.byggd@simnet.is