Plastsöfnun

Sótt verður rúlluplast á bæi 22 febrúar næstkomandi. Vinsamlegast látið vita, ef bíll á að koma við, fyrir 20 febrúar í síma 452-4163 eða á hafnir@simnet.is

Oddviti SkagabyggðarPlastsöfnun

Sótt verður plast á bæi 5. júlí næstkomandi. Vinsamlegast látið vita ef bíll á að koma við fyrir næstkomandi sunnudagskvöld í síma 452-4163 eða á hafnir@simnet.is

Oddviti SkagabyggðarTil íbúa Austur-Húnavatnssýslu

USAH hefur staðið árlega að útgáfu héraðsritsins Húnavöku síðan 1961. Ritið er vettvangur húnvetnskrar sögu og menningar sem við höfum verið mjög stolt af. Sala bókarinnar undanfarin ár hefur þó farið minnkandi. Á þingi USAH í mars 2016 var ákveðið að gera tilraun til að auka dreifingu og lestur ritsins og verður ritið því sent inn á hvert heimili í sýslunni með valgreiðsluseðli í von um að með þessu móti væri hægt að lækka verð, auka vægi ritsins og fjölga lesendum þess.

Með von um góðar viðtökur Stjórn USAHFræðslustjóri

Starf fræðslustjóra í Austur Húnavatnssýslu er laust til umsóknar. Um er að ræða 80% starf hjá Félags og skólaþjónustu A-Hún sem er byggðasamlag sveitarfélaganna, Blönduósbæjar, Skagastrandar, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar. Undir starfið heyra leikskólar og grunnskólar í viðkomandi sveitarfélögum.

Helstu verkefni:

 • Ráðgjöf og stuðningur við skólastarf, þar á meðal kennsluráðgjöf.
 • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur skóla í ýmsum þáttum sem snúa að starfi skólanna.
 • Skipulag og eftirlit með sérfræðiþjónustu við skóla.
 • Umsjón með endurmenntun og þróunarstarfi.
 • Eftirlit með skólastarfi í fræðsluumdæminu.
 • Þverfagleg vinna að málefnum skólabarna ásamt starfsmönnum félagsþjónustu.
 • Stefnumótun í málaflokkum sem falla undir starfssvið fræðslustjóra.
 • Samskipti við aðila utan sveitarfélagsins í fræðslumálum.
Hæfniskröfur
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Framhaldsmenntun í uppeldis- og menntunarfræðum.
 • Leik- eða grunnskólakennararéttindi æskileg og góð þekking á báðum skólastigum.
 • Þekking og reynsla af helstu skimunar- og greiningartækjum sem notuð eru innan leik- og grunnskóla.
 • Reynsla af störfum innan skólakerfisins nauðsynleg.
 • Skipulagshæfileikar, ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Reynsla af stjórnun æskileg.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Nánari upplýsingar um starfið veitir: Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, 455 2700 netfang magnus@skagastrond.is Umsóknarfrestur er til 3. júní 2016 og skal stíla umsókn á Félags og skólaþjónustu A-Hún, Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd, merkt fræðslustjóri eða senda umsókn á framangreint netfang.


Skagabyggð | Heimilisfang: Höfnum, 545 Skagaströnd | Símanúmer: 452 4163 | Netfang: hafnir@simnet.isHUGMYNDIR