Náttúruperlur


Kálshamarsvík

Kálfshamarsvík er 23 kílómetra fyrir norðan Skagaströnd . Á Kálfshamarsnesi myndaðist fyrsti vísir að þorpi í upphafi 20. aldar. Þorpið var nefnt Kálfshamarsvík eftir víkinni sem það stóð við. Það varð aldrei fjölmennt, rétt um 100 manns þegar flest var á árunum 1920-30. Byggðinni hnignaði hratt upp úr 1930 og um 1940 höfðu flestir íbúarnir flust burt af staðnum.Í Kálfshamarsvík hafa húsarústir verið merktar með nöfnum húsanna sem þar stóðu ásamt nöfnum ábúenda. Einnig hefur þar verið sett upp upplýsingaskilti fyrir ferðamenn. Í Kálfshamarsvík er stór viti og í víkinni má sjá mikið af sérstöku og fögru stuðlabergi sem nær allt í sjó fram.


Króksbjarg

Nokkru norðan við bæinn Hof á Skagaströnd hefjast 40-50 m há björg við sjóinn og ná þau út undir Kálfshamarsvík, um 10 km leið. Syðst heitir þar Króksbjarg, Skriðbjarg, Bjargabjörg og Bakkar nyrst. Nokkuð er af sjófugli í björgunum þó aðallega fýl.Í nyrsta hluta Króksbjargs fellur Fossárfoss til sjávar.

Til baka

Skagabyggð | Heimilisfang: Kambakot, 541 Blönduós | Símanúmer: 858-3066 | Netfang: skaga.byggd@simnet.is