Úthlutun styrkja í Styrkvegi 2024

Vegagerðin hefur samþykkt að veita styrk til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í vegáætlun árið 2024 til verkefnisins "Styrkvegir í Skagabyggð" að upphæð kr. 3.000.000. Styrkþegi er Skagabyggð, 5406022630.

Styrkurinn er veittur samkvæmt heimild í 25 gr. vegalaga nr. 80/2007 og telst styrkþegi því veghaldari vegarins samkvæmt IV. kafla laganna og hvíla á honum skyldur í samræmi við það. Styrkþega er skylt að heimila öðrum hagsmunaaðilum umferð um veginn.

Athygli styrkþega er vakin á því að um nýja vegi og breytingar á eldri vegum gilda skipulagslög og lög um mat á umhverfisáhrifum. Afla þarf framkvæmdaleyfis viðkomandi sveitastjórna(r) og verður það að liggja fyrir áður en styrkur er greiddur.

Að loknum framkvæmdum, skal styrkþegi hafa samband við fulltrúa Vegagerðarinnar vegna úttektar, að úttekt lokinni sendi styrkþegi Vegagerðinni undirritað eyðublað um hvað hafi verið framkvæmt og framvísi afritum af reikningum, ásam upplýsingum um banka og reikningsnúmer.

Ráðstöfun styrks þarf að fara fram á árinu 2024.