Á þriðjudaginn 9. janúar er áætlað að aðilar frá Íslenska Gámafélaginu fari um sveitina okkar og heimsæki íbúa til þess að leiðbeina varðandi flokkun á heimilisúrgangi. Nú er um að gera að taka vel á móti þeim og fá leiðbeiningar hjá þeim varðandi flokkun og frágang.
Þann 10. og 11. janúar verður síðan tunnum dreift á alla bæi þannig ef enginn getur tekið á móti þeim er mikilvægt að láta vita þannig hægt sé að gera ráðstafanir. Hringja má í Heiðrúnu hjá IGF í síma 861-1247 eða senda póst á heidruno@igf.is