Á fundi sveitarstjórnar Skagabyggðar þann 16.02.2023 var samþykkt að
endurauglýsa deiliskipulagstillögu í Kálfshamarsvík skv. 41 gr. skipulagslaga nr.
123/2010.
Deiliskipulagssvæðið er um 20 ha. að stærð og er í samræmi við gildandi
aðalskipulag.
Skipulagssvæðið nær yfir allt landsvæði Kálfshamarsnes sem er í eigu
sveitarfélagsins Skagabyggðar og að hluta til yfir landsvæði Saura sem nefnist
Holtin, auk Framness sem er norðan Kálfshamarstjarnar.
Einnig er land innan skipulagssvæðisins í landi Kálfshamars sem er austan
Kálfshamarstjarnar.
Kynning á deiliskipulagstillögunni verður á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar
miðvikudaginn 1. mars frá kl. 10:00-12:00.
Skipulagstillöguna má nálgast hér á heimasíðu sveitarfélagsins skagabyggd.is undir skipulagsmál,
facebook síðu Skagabyggðar og á skrifstofu skipulagsfulltrúa að
Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga.
Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum rennur út 7. apríl nk. og
skal þeim skilað á netfangið skipulagsfulltrui@hunathing.is eða með bréfpósti
stílað á skipulagsfulltrúa Skagabyggðar Hvammstangabraut 5, 530
Hvammstanga.
Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulagsfulltrúi Húnaþings vestra,
Húnabyggðar og Skagabyggðar.