Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu í samræmi við 11. gr. laga um landgræðslu. Í ljósi mikilvægis landbúnaðar í okkar sveit vil ég vekja athygli íbúa Skagabyggðar á þessum drögum að reglugerð.
Í samráðsgáttinni má sjá reglugerðina ásamt því að fara inn á vefsjá til þess að sjá skilgreiningu á landinu. https://island.is/samradsgatt/mal/3642
Í vefsjánni má sjá skilgreininingu á landinu og skiptist hún í 4 megin flokka.
A. Gróið land í góðu ástandi í samanburði við viðmiðunarsvæði
Land í góðu ástandi miðað við viðmiðunarsvæði er land þar sem frávik frá viðmiðunarsvæði er að
hámarki lítið til miðlungsmikið. Þar sem land uppfyllir þessi viðmið er um sjálfbæra landnýtingu að
ræða.
B. Land á leið í gott ástand miðað við viðmiðunarsvæði
Þetta eru svæði sem eru undir viðmiðunarástandi en með mjög hóflegu beitarálagi, og eru í framför
miðað við mælivísa. Til þess að land geti lent í þessum flokki er miðað við að landið nái að uppfylla
viðmið um sjálfbærni, sbr. A, innan 20-30 ára skv. landbótaáætlun sem hefur það að markmiði.
Beitarnýtingin í þessum flokki telst á leið til sjálfbærni.
C. Land sem tekur langan tíma að koma í gott ástand miðað við viðmiðunarsvæði
Þetta eru svæði langt undir vistgetu og viðmiðunarástandi sem mun taka meira en 20 ár að ná
viðmiðunarástandi skv. landbótaáætlun. Svæði sem falla í þennan flokk henta ekki til beitar í núverandi
ástandi og beit á þeim telst ósjálfbær. Landbótaáætlun skal hafa að markmiði að koma í veg fyrir
búfjárbeit á landi í flokki C.
D. Land sem er náttúrulega ógróið
Þetta eru svæði með litla vistgetu að eðlisfari t.d. áreyrar, nýtt land (t.d. hraun, svæði sem er nýkomið
undan jökli) og náttúrulegar eyðimerkur, t.d. vegna hæðar yfir sjó, veðurfars eða annarra aðstæðna.
Svæði sem falla í þennan flokk henta ekki til beitar enda gróðursnauð. Svæði á láglendi með litla
áætlaða vistgetu en í mikilli og örri framvindu, getur færst úr flokki D yfir í aðra flokka við
vettvangsskoðun. Þessi svæði eru þó viðkvæm og þarf að fylgjast sérstaklega með séu þau í nýtingu
Beitarland getur lent í fleiri en einum flokki ef landið er ekki einsleitt, þ.e. beitarlandið getur verið
samansett af nokkrum gerðum viðmiðunarsvæða og frávik viðmiðunarsvæða geta verið mismikil.