Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, úthlutaði nú í apríl úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2024. Alls bárust að þessu sinni 125 umsóknir um styrki, samtals að fjárhæð rúmlega 2,9 milljarðar kr. , til verkefna að heildarfjárhæð rúmlega 4 milljarðar kr. Af innsendum umsóknum voru 31 ekki taldar uppfylla formkröfur sjóðsins eða falla utan verksviðs hans, skv. lögum nr. 75/2011. Að auki voru fjórar umsóknir dregnar til baka.
Stjórn Framkvæmdasjóðsins lagði til að alls 29 verkefni yrðu styrkt að þessu sinni, samtals að fjárhæð 538.700.000 kr. og féllst ráðherra á tillögur stjórnar og hefur Ferðamálastofu verið falið að ganga til samninga við styrkþega.
Lista yfir verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni má finna hér að neðan.
Skagabyggð hlýtur styrk að upphæð 3.600.000 kr við verkefnið "verndun Kálfshamarsvíkur" sem miðar að því að hreinsa í burtu núverandi girðingar á deiliskipulagssvæðinu og girða svæðið af upp á nýtt. Hnitsetja og merkja um 3 km langa gönguleið og setja tréstíga yfir blautustu svæðin á þeirri leið.