Skagabyggð var úthlutað styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra 2024 vegna verkefnisins “Söguferðaþjónusta í Skagabyggð”
Verkefnið er að fá einstaklinga í eða frá Skagabyggð til þess að segja skemmtilegar og eða áhugaverðar gamlar sögur og taka þær upp í mynd. Frásögnum verði svo miðlað á opinni netrás með QR kóða sem hægt væri að nálgast á upplýsingaskiltum í Kálfshamarsvík eða á tilteknum heimasíðum.
Búið er að fá Magnús B Jónsson til þess að vinna að verkefninu í samstarfi við sveitarfélagið og Kristmund Baldvinsson frá Tjörn til þess að sjá um upptökur og vinnslu á stafrænu efni.
Óskað er eftir ábendingum um áhugaverða aðila sem gætu kunnað sögur eða sagnir sem gaman væri að varðveita og miðla með þessum hætti. Hugmyndum og ábendingum má koma á framfæri við oddvita Skagabyggðar í síma 858-3066 eða á netfangið skaga.byggd@simnet.is eða til Magnúsar í síma 899 4719 eða á netfangið mbjorn@simnet.is . Æskilegt er að ábendingar berist fyrir 8. febrúar 2024 og því fleiri ábendingar því betra.
Erla Jónsdóttir, oddviti Skagabyggðar